Vinnsla myndskeiða í tölvuskýi hefur aldrei verið auðveldari! Einfalt RESTful forritsviðmót, borga-eftir-notkun verðlagning og leiðandi geta til vinnslu myndefnis. Útbúðu sniðmát í OpenShot myndskeiðaritlinum, hinu verðlaunaða frjálsa, opna myndskeiðavinnsluforriti, og breyttu þeim með API-forritsviðmótinu fyrir tölvuský. Hraðvirk, auðveld og ódýr vinnsla í skýinu.

Listi yfir eiginleika

Þú getur byggt eiginleika til vinnslu myndskeiða inn í vefsvæðið þitt eða forrit fyrir síma. Sendu myndskeiðin inn á tilvik af OpenShot Cloud API-forritsviðmóti, útbúðu þín eigin sniðmát eða breyttu þeim handvirkt í gegnum RESTful API-forritsviðmót, myndgerðu myndskeiðið, og sæktu svo niðurstöðuna aftur inn á vefsvæðið eða forritið.

OpenShot Cloud APIforritsviðmótið fyrir tölvuský er hannað til að geta keyrt á þínu eigin tölvuskýi, með því að útbúa tilvik á Amazon EC2 aðgangnum þinum. Útbúðu eitt stakt tilvik eða hleðslujafnaðu tugum netþjóna, allt eftir þörfum verkefnisins. Kvörðunin er einföld og algerlega undir stjórn þinni.

OpenShot Cloud API er einnig hægt að keyra með Microsoft Azure gagnaskýjakerfinu, þar með einnig sértækum Azure-eiginleikum á borð við 'Blob Storage' (fyrir skrár og útflutning) og 'Queue Storage' (fyrir álagsjöfnun og kerfiskvörðun).

OpenShot Cloud API can also be run on the Google Cloud Platform, including Google specific features such as Google Cloud Storage buckets (for files and exports) and Google Pub/Sub (for queue based load balancing and scaling).

Um það bil öll forritunarmál og stýrikerfi eru samhæfanleg við OpenShot Cloud API, þökk sé REST-væna API-forritsviðmótinu okkar. Allt sem þú þarft er hæfileikinn til að senda POST og GET á vefsíður, þá getur þú byggt eiginleika til vinnslu myndskeiða inn í forritið þitt. Þetta virkar með JavaScript, Python, Java, Ruby, C#, Bash, Android, iOS, og eiginlega hverju því sem þér dettur í hug!

Verðlagning á OpenShot Cloud API styðst við SAAS-líkan, mjög áþekkt því hvernig Amazon verðleggur tilvik netþjóna. Þú borgar einungis fyrir þær klukkustundir sem þú keyrir hvert tilvik. Stoppaðu hvenær sem er, án fyrirfram-skilgreindra kvaða. Rukkanir eru meðhöndlaðar sjálfvirkt af Amazon í lok hvers mánaðar... byggt á þeim klukkustundum sem tilvik voru í gangi. Flestir samkeppnisaðilar verðleggja eftir hverri mínútu af myndgerðum myndskeiðum, en slík kostnaðarlíkön eru mjög dýr og er erfitt að kvarða fyrir breytta notkun. Með OpenShot Cloud API, ertu með lágan, flatan taxta á klukkustund, burtséð frá því hve mörg þúsund mínútur þú ert kannski að myndgera.

Verðin byrja í $0.15 / tilviks-klukkustund (um það bil $108/mánuði USD ef í stöðugri keyrslu), það er án kostnaðar við keyrslu Amazon EC2 netþjóna.

Hagnaður af OpenShot Cloud API er notaður af OpenShot Studios, LLC til þróunar á OpenShot Video Editor, verðlaunuðum hugbúnaði til vinnslu myndskeiða. Þannig að þú ert ekki einungis að vinna myndskeið í tölvuskýi, þú ert líka að styðja við opinn og frjálsan hugbúnað, sem notaður er af fólki út um víða veröld!

OpenShot Video Editor (desktop version) supports the following operating systems: Linux (most distributions are supported), Windows (version 7, 8, and 10+), and OS X (version 10.15+). Project files are also cross-platform, meaning you can save a video project in one OS, and open it on another, including OpenShot Cloud API. All OpenShot features are available on all platforms.

Byggt á hinu öfluga FFmpeg-aðgerðasafni, OpenShot getur lesið fjölda skráasniða fyrir myndefni og myndskeið. Til að sjá heildarlista yfir öll studd snið, ættirðu að skoða FFmpeg-verkefnið. Útflutningsgluggi OpenShot birtir sjálfgefið nokkur helstu skráasniðin, en með því að fara á ítarlegri flipann geturðu valið hvert það snið sem FFmpeg býður upp á.

OpenShot styðst við öflugt hreyfingakerfi með lykilrömmum, sem gerir kleift að nota ótakmarkaðan fjölda lykilramma og möguleika á hreyfingum. Brúunarhamur lykilramma (keyframe interpolation mode) getur verið ferningslaga bezier-ferlar, línulegur eða fasti, wsem aftur ákvarðar hvernig gildi hreyfinga eru reiknuð.

Spor eru notuð til að lagskipta myndum, myndskeiðum og hljóði í verkefni. Þú getur útbúið eins mörg lög og þér sýnist, til dæmis vatnsmerki, bakgrunnshljóðrásir, bakgrunnsmyndskeið, o.s.frv... Allt gegnsæi mun birta lagið/lögin fyrir neðan. Rásir er hægt að færa upp, niður eða læsa þeim.

Myndbúta á tímalínu er hægt að laga til á ýmsa vegu, til dæmis með kvörðun, utanskurði, snúningi, gegnsæi, gripi og breytingum á X,Y hnitum. Þessi eigindi má einnig hreyfa til miðað við tíma með örfáum músarsmellum! Þú getur líka notað umbreytingartólið til að breyta stærð myndbúta á gagnvirkan máta.

Yfir 400 millifærslur fylgja með OpenShot, sem gera kleift að stigdeyfa úr einum myndbút yfir í annan. Hraða og skerpu millifærslna má einnig aðlaga með notkun lykilramma (ef þörf er á). Tveir myndbútar sem skarast munu sjálfkrafa búa til nýja millifærslu.

Þegar myndbútum er raðað upp í myndskeiðsverkefni, birtast myndir á efri lögum/sporum ofan á þeim sem eru neðar. Rétt eins og í pappísstafla, hylja þessar efri því þær neðri. Og ef þú klippir í þær göt (með gegnsæi) munu neðri myndirnar birtast í gegn.

Yfir 40 sniðmát með vigurteiknuðum skjátitlum koma með uppsetningu OpenShot, sem gerir innsetningu skjátitla auðvelda og skemmtilega. Þú getur líka búið til þína eigin SVG vigurtitla, og notað þá sem sniðmát. Fljótlegt er að breyta letri, lit og texta í titlunum þínum með hjálp innbyggða titlaritilsins okkar.

Aðgerðasafnið til vinnslu myndskeiða (libopenshot) var hannað með nákvæmni í huga. Þetta gerir OpenShot kleift að stilla nákvæmlega hvaða rammar eru birtir (og hvenær). Notaðu örvalyklana á lyklaborðinu til að feta þig ramma fyrir ramma í gegnum verkefnið þitt.

Stjórnaðu krafti tímans með OpenShot! Hraðaðu og hægðu á myndbútum. Snúðu við stefnu myndskeiða. Eða stýrðu handvirkt hreyfingum á tíma og stefnu myndskeiða eins og þér hentar, með hjálp hins öfluga hreyfingakerfis sem byggist á lykilrömmum.

OpenShot er með marga góða eiginleika til hljóðvinnslu, svo sem eins og birtingu bylgjuforma á tímalínunni, eða að myndgera þessi bylgjuform sem hluta af sjálfu myndskeiðinu. Þú getur líka klofið hljóð frá myndskeiðsbútum og einnig stillt hverja hljóðrás sérstaklega.

OpenShot inniheldur margar myndrænar sjónhverfingar (og fleiri á leiðinni). Dragðu sjónhverfingu ofan á myndskeiðsbút og aðlagaðu svo eigindi hennar (sumum er hægt að stýra með hreyfingum). Aðlagaðu birtustig, litróf, litblæ, grátóna, bakgrunnsútskipti, og margt margt fleira! Saman með millifærslum, hreyfingum og tímastýringum, gerir þetta OpenShot að ákaflega öflugum hugbúnaði til vinnslu myndskeiða.

Settu þig í stellingar núna

It's easy to get started! All you need is a cloud provider (AWS, Azure, Google) and a little bit or REST-based HTTP programming knowledge. Prices start at $0.15 / instance hour (around $108/month USD per instance, if continuously running), and scale up depending on the instance type. To launch your first instance of OpenShot Cloud API, choose your current cloud provider:

Aðstoð og ráðgjöf

Not a programmer? Don't have the time to program your own implementation of OpenShot Cloud API? No problem! Just send us an email, and describe what your are trying to accomplish. We are always happy to brainstorm with you, and if needed, we offer competitive consulting services.