OpenShot myndskeiðavinnsluforritið er einnig hægt að sækja í opinbera PPA-safnið. Einungis Ubuntu 14.04 (Trusty) og nýrri útgáfur Ubuntu geta notað þetta PPA-hugbúnaðarsafn. Veldu það PPA-safn hér fyrir neðan sem best fellur að þínum þörfum. Útgáfuupplýsingar

Stöðugt PPA-safn (inniheldur einungis opinberar útgáfur)

sudo add-apt-repository ppa:openshot.developers/ppa
sudo apt update
sudo apt install openshot-qt python3-openshot

EÐA

Daglega uppfært PPA-safn (mjög óstöðugt og á tilraunastigi, en inniheldur allra nýjustu uppfærslur til prófunar)

sudo add-apt-repository ppa:openshot.developers/libopenshot-daily
sudo apt update
sudo apt install openshot-qt python3-openshot

Nú þegar búið er að setja OpenShot upp, ættirðu að geta ræst það úr forritavalmyndinni, eða af skipanalínu með skipuninni ($ openshot-qt). Í hvert sinn sem við uppfærum OpenShot, verðurðu spurður hvort þú viljir ekki uppfæra í nýjustu útgáfuna. Það er góð leið til að prófa nýjustu eiginleikana.


Til að sjá öll niðurhöl, farðu aftur á síðuna Sækja.